Íslenska húsið

Við kynnum til sögunnar Íslensku húsin í Jöklaseríunni.
Fyrirmynd húsanna eru mörg af hinum gömlu fallegu íslensku húsum sem finna má víða um Ísland, t.d. í Stykkishólmi, Akureyri, Flatey og í fleiri bæjarkjörnum. Húsin eru hönnuð alfarið hér á landi og uppfylla íslenska byggingarreglugerð.

Stækkunarmöguleikar

Hægt er að stækka húsið að vild með því að bæta við einingum og bæta við hurðum og gluggum og/eða færa til. Grunnhúsið er 24,3fm.  Hver stækkun lengir húsið um 60cm og stækkar það því um 2,77fm. (sjá myndir neðar á síðunni).

Til hliðar höfum við sett upp stærðir sem við nefnum S, M og L og verð þeirra.

NÝTT! – Nú er hægt að bæta við viðbyggingu á hlið húsins og gera húsið því T-laga eða L-Laga.  Sjá teikningu hér.

Jöklar - Íslenska húsið með viðbyggingu

Íslenska sumarhúsið – Nýtt!

Hér eru upplýsingar um nýjustu útfærsluna af íslensku húsunum í Jöklaseríunni, “Íslenska sumarhúsið”:

Íslenska sumarhúsið - Landshús - Einingahús

Íslenska sumarhúsið – Landshús – Einingahús

Gluggar og hurðir – breytingar

Hægt er að breyta gluggum og hurðum og auka eða minnka gluggamagn.  Einnig er hægt að fá glugga eftir eigin málum og með öðruvísi útliti, t.d. franska glugga o.s.fr. Auka gluggaeiningar geta fylgt með.  Vinsælt er að stækka glugga á framhlið í stofu og eldhúsi og hafa þá án millipósta.  Með því má segja að “gamli” stíllinn sé kominn í nútímalegri búning fyrir þá sem kjósa það.

Klæðning

Klæðning húsanna er úr bandsöguðu (ýfðu) greni.  Einnig er boðið upp á að uppfæra klæðningu í viðhaldsfría síberíska lerkiklæðningu.

Húsin afhendast ósamsett miðað við skilalýsinguna „Tilbúin að utan, fokheld að innan“

Íslensk hönnun fyrir íslenskar aðstæður

Húsin eru hönnuð á Íslandi út frá íslenskum stöðlum.  Efla verkfræðistofa á Akureyri hefur séð um alla tæknihönnun í öllum húsunum okkar út frá gildandi byggingareglugerð hér á landi.

  S  Kr.
Staðlað grunnhús 24,3 fm

M  Kr.
Grunnhús 24,3 fm + 2 stækkanir  og auka gluggar= 29,8 fm

L  Kr.
Grunnhús 24,3 fm + 5 stækkanir og auka gluggar = 38,2 fm

Myndir

Myndirnar sýna húsin í 3 stærðum S, M og L ásamt ýmsum litasamsetningum í mismunandi stærðum

Hafðu samband

Sendu okkur línu á landshus@landshus.is ef þú hefur einhverjar spurningar eða vilt fá tilboð.