Íslenska húsið

Við kynnum til sögunnar Íslensku húsin í Jöklaseríunni.
Fyrirmynd húsanna eru mörg af hinum gömlu fallegu íslensku húsum sem finna má víða um Ísland, t.d. í Stykkishólmi, Akureyri, Flatey og í fleiri bæjarkjörnum. Húsin eru hönnuð alfarið hér á landi og uppfylla íslenska byggingarreglugerð.
Stækkanlegt: Hægt er að stækka húsið að vild með því að bæta við einingum og bæta við hurðum og gluggum og/eða færa til. Grunnhúsið er 24,3fm.  Hver stækkun lengir húsið um 60cm og stækkar það því um 2,77fm. Til hliðar höfum við sett upp stærðir sem við nefnum S, M og L og verð þeirra (ath. veitum afslætti í samræmi við fjölda pantaðra húsa, sjá verðskrá)
Húsin afhendast ósamsett miðað við skilalýsinguna „Tilbúin að utan, fokheld að innan“
Íslensk hönnun fyrir íslenskar aðstæður – Húsin standast 100% íslenska byggingarreglugerð

  S  Kr. 2.797.600,-
Staðlað grunnhús 24,3 fm

M  Kr. 3.672.000,-
Grunnhús 24,3 fm + 2 stækkanir  og auka gluggar= 29,8 fm

L  Kr. 4.847.000,-
Grunnhús 24,3 fm + 5 stækkanir og auka gluggar = 38,2 fm

*Gerum sértilboð þegar um er að ræða 3 hús eða fleiri

Myndir

Myndirnar sýna húsin í 3 stærðum S, M og L ásamt ýmsum litasamsetningum í mismunandi stærðum