Jöklar – Tvöfaldur bílskúr – Splunkunýttt!

Nú bjóðum við bílskúrana okkar í enn stærri útgáfu.  Eins og á við húsin í okkar einingakerfi þá er þetta fljótleg, hagkvæm og traust leið til þess að reisa stóran bílskúr eða athafnahúsið sem marga vantar.

Húsin afhendast ósamsett miðað við skilalýsinguna „Tilbúin að utan, fokheld að innan“
Íslensk hönnun fyrir íslenskar aðstæður – Húsin standast 100% íslenska byggingarreglugerð

Tvöfaldur bílskúr með burst þaki
Verð m.vsk: 5.895.000 kr*

Hver stækkun (4,23fm): 395.000 kr.

*Gerum sértilboð þegar um er að ræða 3 hús eða fleiri (sjá verðskrá)

Stækkanlegt

Hægt er að stækka bílskúrinn að vild með því að bæta við einingum og bæta við hurðum og gluggum að vild og/eða færa til. Grunnhúsið er um 58fm.  Breidd hússins (að utanmáli) er 7,05m en lengdin er 8,26m.  Hver stækkun lengir húsið um 60cm og stækkar það því um 4,23fm. Hver stækkun kostar kr. 395.000,- 

Gluggar og hurðir

Húsið kemur með einni inngönguhurð og 6 litlum gluggum sem allir eru opnanlegir (53,5cm x 53,5cm).  Hægt er að staðsetja bæði gluggana og hurðina að eigin vali.  Einnig er hægt að bæta við gluggum og hurðum í hvað stærðum sem er, með eða án glers o.s.fr.

Bílskúrshurð

Bílskúrshurðin er ekki innifalin í verðinu.  Landshús eru í samstarfi við Vagna og þjónustu en þeir geta útvegað hurð og ísetningu ef óskað er.  Stöðluð hurð kostar kr. 150.800,-

ATH! – Einnig er hægt að fá húsið þar sem gert er ráð fyrir einni stórri hurð í stað tveggja.  Fer þá stærðin á hurðargatinu eftir þínum óskum.  Vagnar og þjónusta geta gert tilboð í hurðina eins og þú vilt hafa hana.

Gólf

Húsin koma án gólfs en hægt er að fá húsin með gólfi sé óskað eftir því. Gólf kostar kr. 429.000,-  Gólfið kemur sem forsniðin grind með músaneti, 6mm krossvið ofan í grind og 21mm nótuðum greinborðum.  Hægt er að sleppa greniborðunum kjósi kaupandi að fara aðrar leiðir í gólfklæðningu.

Myndir

Raunmyndir

Hér eru myndir af einföldum bílskúr sem reistur var á Suðurlandi árið 2018. Tvöfaldi bílskúrinn er í raun alveg eins nema bara stærri

Bílskúr á Suðurlandi