Reitir – Raðhús
– Byggðu hagkvæmt
Reitir – Raðhús eru útfærð í Einingakerfi Landshúsa. Einingakerfið okkar hefur undanfarin ár fengið afar góðar viðtökur og hafa húsin okkar risið um allt land með góðum árangri. Kerfið er að hluta til forsmíðaðar einingar og að hluta til forsniðið efni.
Markmið okkar er að bjóða upp á lausn sem gerir fólki kleift
að byggja traust hús á einfaldan og hagkvæman hátt.
EFLA verkfræðistofa á Akureyri sá um tæknilega hönnun á Reitum. Öll hönnun á burðarvirki, festingum og allt efnisval er skv. gildandi byggingarlöggjöf. Húsin uppfylla íslenska byggingarreglugerð allstaðar á landinu.
Kerfið er einfalt og uppsetningartími er stuttur. Breytingamöguleikar eru þó nokkrir og því er auðvelt að útfæra húsið eins og hver óskar.
Byggingarlýsing á stöðluðu raðhúsi:
- Í staðlaðari raðhúsalengju eru 3 íbúðir – Hver íbúð er 84fm.
- Húsin eru hönnuð á steypta plötu sem kaupandi útvegar
- Útveggjagrind er úr 45mm x 145mm timbur (Styrkleikaflokkur C24), klædd með 12mm grenikrossvið
- Utanhússklæðning er standandi bandsagað (18mm) greni sem lagt er á tvöfalt legtukerfi (21mm + 25mm)
- Þaksperrur:
- Allar sperrur eru kraftsperrur
- Loft er tekið niður í öllu húsinu
- Þakklæðning er 21mm nótuð greniborð
- Þakefni er litað stál, upptekið á legtur með Siga þakdúk í undirlag
- Rennur, flasningar og vatnsbretti er litað stál
- Hurðir og gluggar er úr timbri með tvöföldu gleri og kemur málað og glerjað, tilbúið til ísetningar. Læsingar eru frá Assa með 3ja punkta læsingu. Gólfsíðir gluggar eru með öryggisgleri.
Valmöguleikar – hægt er að:
- Ákvarða fjölda íbúða
- Breyta stærð hverrar íbúðar:
- Stækka stofu og eldhús
- Stækka svefnálmu, fjölga herbergjum eða stækka
- Fjölga, fækka eða breyta gluggum og hurðum
- Uppfæra glugga og hurðir í ál/tré
- Sleppa timburklæðningu sé óskað eftir annarri klæðningu, s.s. bárujárni eða áli.
- Bæta við gólfgrind (Tilsniðin 8″ grind með músaneti+krossvið í botni og 21mm greniborðum eða rakavörðum spónaplötum í gólfkæðningu)
Reitir – Raðhús í Búðardal
Um Þessar mundir (2023) er í byggingu raðhús frá Landshúsum í Búðardal. Verkið gengur vel og húsin verða tilbúin innan skamms.