Tækniupplýsingar

Veggjagrind

Útveggir eru gerðir úr timburgrind (2“ x 6“) og utan á grind er klætt með 12mm – 5 laga rakavörðum krossvið úr greni.  Klæðningin er standandi, bandsagaður greniviður eða síberískt lerki (21mm að þykkt og klæðir 120mm).  Innveggir koma ekki með.

Klæðning

Klæðningin kemur tilsniðin og er hún sett á húsið þegar búið er að reisa það.  Klæðningin kemur ómeðhöndluð og því er allt opið varðandi litaval fyrir kaupanda.

lerkiklæðning

Möguleiki að fá húsið með lerkiklæðningu.  Lerkið kemur frá Síberíu og er um að ræða afar fallegan lerkivið sem ekki er meðhöndlaður með neinum efnum.  Því þarf ekki að bera á húsið eins og þegar um er að ræða hefðbundna viðarklæðningu.  Lerkið gránar smátt og smátt og fær á sig náttúrulegt yfirbragð. 

Þak (einhalla)

Þakið á húsinu með einhalla þakinu (“flata” þakinu) er uppbyggt með kraftsperrum (2“ x 6“) og klætt með nótuðum þakborðum (sjá nánar á teikningu).  Þakið kemur með pappa sem þarf að bræða á, n.tt. tvöfaldur Icopal pappi sem er skv. kerfi Icopal.

Þak (Burst)

Þakið á húsinu sem er með tvíhalla þaki, eða A-þaki er uppbyggt með kraftsperrum (2“ x 9“) og klætt með nótuðum þakborðum (sjá nánar á teikningu).  Ofan á klæðningu er settur dúkur frá Isola sem er sérhannaður sem undirlag undir járnklæðningu.  Ofan á dúkinn kemur tvöfalt legtukerfi sem járnið er síðan lagt á. (sjá útskýringarmynd neðst á þessari síðu).

Gólf

Gólfið er gert úr timburgrindarefni (2“ x 8“).  Gólfið kemur með 21mm nótaðri furugólfklæðningu sem hægt er að nota sem endanlegt gólfefni.  Undir gólfgrind er 6mm krossviður og músanet.

Efnisval burðarviðar

Allur burðarviður hússins er að styrkleikaflokki C24 – CE vottað sbr. kafl a VIII í mannvirkjalögum.

Gluggar og hurðir

Gluggar og hurðir eru úr timbri með CE vottun og koma með hertu öryggisgleri þegar um er að ræða gólfsíða glugga – 6-16-4.  (Þ.e.a.s. ytra gler er 6mm – loftbil 16mm og innra gler er 4mm).  Gluggar og hurðir koma málaðir og er hægt að velja um tvo liti, þ.e.dökkgráan eða hvítan (einnig er hægt að fá aðra liti að eigin óskum og skoðast það þá sérstaklega m.t.t. magns).  Assa húnar og læsingar eru í gluggum og hurðum og er hurðin með þriggja punkta læsingu. Hurð er með eikarþröskuldi og kemur með hurðapumpu. Hurð og gluggar koma glerjaðir, tilbúið til ísetningar.

Auka gluggar og hurðir

Hægt er að fá auka glugga í húsin.  Alla glugga samskonar þeim sem nú þegar eru í húsinu er hægt að fá aukalega.  Einnig er hægt að fá minni opnanlega glugga í eftirfarandi stærðum:

  • 53,5cm að breidd og 53,5cm að hæð – opnanlegt fag (topphengdur)
  • 53,5cm að breidd og 120cm að hæð – opnanlegt fag (hliðarhengdur)
  • 75cm að breidd og 120cm að hæð – opnanlegt fag (hliðarhengdur) – B.O. (Björgunarop sem þarf í herbergi skv. reglugerð)
  • 114cm að breidd og 120cm að hæð – lóðréttur millipóstur í miðju – ekki opnanlegt fag
  • ATH – Einnig er hægt að fá glugga og hurðir eftir sérteikningu, allt eftir óskum.

Undirstöður

Undirstöður undir Jöklahúsin skulu vera hefðbundnar, þ.e.a.s. steyptir stöplar eða sökkulbitar sem er á vegum kaupanda. Undir grunnhús Jökla (þ.e.a.s. óbreytt hús) koma fjórir dregarar og undir hverjum eru 4 steyptir stöplar eða 4 sökkulbitar.

Stækkanir og aðrar breytingar

Jöklahúsin eru byggð upp á þann hátt að auðvelt er að stækka þau.  Hver stækkun lengir húsið um 60 cm og stækkar því grunnhús Jökla um 2,77 fm við hverja stækkun.  Hægt er að stækka húsin að vild eða tengja tvö eða fleiri hús saman og mynda þannig stærra hús.
Hægt er að breyta gluggaplani, ýmist færa til glugga og/eða bæta við gluggum, fækka gluggum eða panta glugga að eigin óskum. Það fer eftir glugga hverju sinni hvort auka einingar fyrir glugga komi með eða hvort það sé sagað úr fyrir umræddum glugga á staðnum. Séreiningar fyrir hurð er alltaf hægt að panta með.
leiðbeiningar fylgja með húsunum ásamt ítarlegum efnislista.  Við sendum leiðbeiningar til kaupanda þegar  Allt kapp er lagt á að uppsetningin taki stuttan tíma

Leiðbeiningar

Ítarlegar leiðbeiningar fylgja með húsunum ásamt ítarlegum efnislista.  Við sendum leiðbeiningar til kaupanda þegar kaup eru gengin í gegn og framleiðsluteikningar fyrir viðkomandi hús liggja fyrir.  Þannig getur kaupandi kynnt sér vel aðferðina við uppsetningu áður ef hún hefst og sparað þannig tíma á verkstað. Við erum einnig öll að vilja gerð við að aðstoða okkar viðskiptavini þegar kemur að undirbúningi uppsetningar og allar spurningar eru vel þegnar.
Allt kapp er lagt á að uppsetningin taki stuttan tíma og gangi vel fyrir sig.

Hafðu samband

Sendu okkur línu á landshus@landshus.is ef þú hefur einhverjar spurningar eða vilt fá tilboð.