Jöklar Bílskúr
Nú bjóðum við Jöklahúsin útfærð sem bílskúr. Fljótleg, hagkvæm og traust leið til þess að reisa bílskúrinn eða athafnahúsið sem marga vantar.
Hægt er að fá húsið í tveimur útfærslum, með burst þaki (tvíhalla hefðbundnu þaki) eða með “flötu” þaki (einhalla þaki)
Húsin afhendast ósamsett miðað við skilalýsinguna „Tilbúin að utan, fokheld að innan“
Íslensk hönnun fyrir íslenskar aðstæður – Húsin standast 100% íslenska byggingarreglugerð
Grunnhús (24,3fm)
Verð: Sjá verðskrá
Stækkanlegt
Hægt er að stækka bílskúrinn að vild með því að bæta við einingum og bæta við hurðum og gluggum að vild og/eða færa til. Grunnhúsið er 24,3fm. Hver stækkun lengir húsið um 60cm og stækkar það því um 2,77fm.
Bílskúrshurð
Bílskúrshurðin er ekki innifalin. Landshús eru í samstarfi við Vagna og þjónustu en þeir geta útvegað hurð og ísetningu ef óskað er skv. tilboði.
Gólf
Húsin koma með gólfi en hægt er að sleppa gólfi ef húsið á að fara á steypta plötu. Frádrag vegna gólfs er skv. tilboði hverju sinni.
Myndir
Hafðu samband
Sendu okkur línu á landshus@landshus.is ef þú hefur einhverjar spurningar eða vilt fá tilboð.