Jöklar – Upplifun á Íslandi

Uppruninn

Jöklar eru hús sem alfarið eru hönnuð hér á landi út frá gildandi byggingarlöggjöf.  Ekki er um að ræða innflutning á húsi sem hannað er fyrir erlenda markaði.  Kröfur á Íslandi eru alla jafna töluvert meiri en tíðkast erlendis og því fórum við þá leið að hanna hús frá grunni sem alfarið er útfært fyrir okkar harðgerðu aðstæður og jafnframt út frá okkar kröfuhörðu byggingareglugerð.  Það er því hægt að segja það með 100% vissu að húsin standast okkar byggingarlöggjöf.
Varðandi efnsival þá er allt efni í húsinu valið skv. stöðlum sem viðurkenndir eru hér á landi.  Allir verkþættir eru skilgreindir af íslenskri verkfræðistofu og húsin alfarið smíðuð eftir þeim.  Húsin eru einnig hönnuð og smíðuð eftir þeim hefðum, aðferðum og bygggingarmenningu sem við þekkjum hér á landi – ekkert kemur á óvart.

Nánar um húsin

Jöklar eru að grunnstærð 24,3 fm.  Málsetning grunnflatar húsanna er 4,62 m x 5,26 m.

Möguleikar á stækkun

Hægt er að lengja húsin að vild með því að bæta við einingum og er hver eining 60 cm að breidd.  Stækkun húsanna virkar þannig að húsið er alltaf 4,62m á breiddina en lengdin væri að lágmarki 5,26m.  Húsið stækkar um 2,77fm við hverja stækkun.  Hver lenging kostar kr. 239.000,- m/vsk.

Hönnun

Húsin eru teiknuð og hönnuð af íslenskri verkfræðistofu út frá íslenskri byggingalöggjöf og uppfylla því eins og áður segir allar þær kröfur sem gerðar eru til bygginga hér á landi. Allt efnisval er skv. íslenskum stöðlum og reglugerðum með tilheyrandi CE vottun skv. íslenskum lögum.

Útlitshönnun og viðmót

Hönnun hússins gengur út á að vera stílhrein og látlaus þar sem umhverfið fær að njóta sín.  Einkunnarorð okkar eru „Upplifun á Íslandi“ en sú hugmynd byggir á því að húsin eiga að auka á ánægjulega dvöl gesta sem í þeim dvelja.  Mikil hönnunarvinna liggur að baki rýmisins og er markmiðið að húsin séu aðlaðandi, bæði í útliti og að innan ásamt því að vera praktísk vistarvera m.t.t. stærðar.

Nánar um uppbyggingu Jökla

Húsin eru byggð úr timbri og eru í grunninn hefðbundin timburhús eins og við eigum að venjast hér á landi til áratuga, byggingar sem hafa góða reynslu við okkar harðgerðu aðstæður.  Það sem er nýtt við Jöklahúsin er annars vegar samsetningaraðferðin og hins vegar skipting efnispakkans í:

  • a) forsmíðaðar einingar
  • b) forsniðið efni.

Hugmyndafræðin

Hugmyndafræðin og hönnunin gengur út á að húsið sé fljótlegt í uppsetningu en við skiljum þó eftir verkþætti sem kaupandi gerir sjálfur á staðnum.  Með þessu erum við í raun að færa hluta vinnunnar í hendur kaupanda í stað þess að láta framkvæma hana í verksmiðjum okkar.  Það sem er áunnið með því er umtalsvert hagstæðara verð sem við fáum í framleiðsluna og flutning og gengur það beint til kaupanda í formi hagkvæms kaupverðs á húsinu.  Þeir verkþættir sem kaupandi sér um eru þó þannig útfærðir að búið er að auðvelda þá eins og kostur er með því að tilsníða nánast allt efni.
Einnig er ekki allt í pakkanum sem þarf til þess að klára húsið en það er með ráðum gert.  Innra skipulag húsanna fer eftir notkun þeirra sem getur verið mjög mismunandi.  Einnig höfum við öll okkar smekk varðandi efnisval, þ.e.a.s. hvernig við viljum hafa húsin okkar að innan.  Þar af leiðir að bæði af hagkvæmnisástæðum og til þess að húsin henti sem flestum tókum við þá ákvörðun að ganga ekki lengra með húsið en við gerum.