Íslenska sumarhúsið

  • Gamla byggingalagið með nútímalegu yfirbragði

Íslenska sumarhúsið er ný útfærsla af sumarhúsi, byggt á íslensku húsunum í Jöklaseríunni – samtals er húsið um 70fm.  

Stækkanlegt

Hægt er að stækka húsið í allar áttir og bæta við hurðum og gluggum að vild og/eða færa til.

Afhending

Húsin afhendast ósamsett miðað við skilalýsinguna „Tilbúin að utan, fokheld að innan“.  Húsin afhendast í Hafnarfirði.  Áætlaður afhendingartími frá staðfestri pöntun er um 12-16 vikur.

Uppsetning

Hægt er að panta uppsetningu á húsinu hjá samstarfsaðilum okkar.  Áætlaður kostnaður við að reisa húsið (m.v. að undirstöður séu tilbúnar) er um 4-5M + vsk.  Hægt er að fá húsin lengra komin, t.d. með einangrun og milliveggjum.

 

Íslensk hönnun fyrir íslenskar aðstæður – Húsin standast 100% íslenska byggingarreglugerð

Verð: Sjá verðskrá

Hafðu samband

Sendu okkur línu á landshus@landshus.is ef þú hefur einhverjar spurningar eða vilt fá tilboð.