Um Landshús:
Landshús ehf. er fyrirtæki sem sérhæfir sig í hönnun og framleiðslu á timburhúsum fyrir einstaklinga, verktaka, sveitafélög og ferðaþjónustufyrirtæki. Stofnandi og eigandi fyrirtækisins er Magnús Jens Hjaltested.
Landshús býður upp á lausn í húsbyggingum sem snýr að traustum húsum, hröðum uppsetningartíma, hagkvæmni og fallegri hönnun.
Landshús hannaði sitt eigið einingakerfi og eru allar húsagerðirnar (garðhús, gestahús, sumarhús, raðhús og einbýlishús) hannaðar innan þess. Kerfið er sambland af forsniðnu efni og samsettum einingum. Kerfið er staðlað en með ýmsum breytingamöguleikum og til þess fallið að sem flestir geti aðlagað staðlað hús að sínum séróskum. Húsin eru uppbyggð sem hefðbundin timburgrindarhús eins og tíðkast hefur hér á landi um langt skeið.
Fyrirtækið hóf núverandi starfsemi árið 2013. Húsin frá fyrirtækinu hafa risið frá þeim tímar víða um land við góðan orðstír.
Húsin eru hönnuð á Íslandi út frá íslenskum stöðlum. Efla verkfræðistofa á Akureyri hefur séð um alla tæknihönnun í öllum húsunum okkar út frá gildandi byggingareglugerð hér á landi.
Landshús er fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri
Viðskiptablaðið og Keldan höfðu samband við okkur í haust (2024) og tilkynntu okkur að Landshús væri fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri. Við þökkum fyrir okkur.
Landshús býður upp á hús í eftirfarandi flokkum:
- GARÐHÚS: Smart Cube eru hús sem eru hönnuð m.t.t. 15fm hámarksstærðar á byggingum sem í flestum tilfellum eru undanþegnar byggingaleyfi (sjá nánar á heimasíðu Mannvirkjastofnunar: www.byggingarreglugerd.is n.tt. grein nr. 2.3.5).
- GESTAHÚS: Jöklar eru hús sem eru hönnuð sem gestahús fyrir einkaaðila sem og fyrir ferðaþjónustu.
- SUMARHÚS: Klettar eru hús sem hönnuð eru sérstaklega fyrir íslenska sumarhúsamarkaðinn.
- EINBÝLISHÚS: Fossar eru hús sem hönnuð fyrir einstaklinga sem vilja byggja sjálfir
- RIETIR – RAÐHÚS: Reitir eru raðhús sem eru hugsuð fyrir verktaka, leigufélög og sveitafélög
Gildi Landshúsa:
- STYRKUR: Húsin okkar eru hönnuð af íslenskum hönnuðum út frá íslenskri byggingarreglugerð. Húsin eru því þess fallin að vera reist hér á landi við okkar erfiðu íslensku veðuraðstæður – Öll húsin okkar eru hönnuð fyrir snjóálagssvæði 4 og eru því gjaldgeng á öllu landinu.
- HAGKVÆMNI: Við leitumst við að hafa húsin hagkvæm, bæði í innkaupum og í uppsetningu.
- HÖNNUN: Við leggjum áherslu á góða og fallega hönnun sem veitir góða upplifun.
Okkar kerfi:
– Okkar kerfi er staðlað en í staðlinum felst hagkvæmnin fyrir kaupandann
Stöðlun: Húsin okkar eru öll gerð í okkar sérhannaða kerfi sem þýðir að þau eru tæknilega öll eins uppbyggð. Því er húsið sem þú velur í raun eins og hundruð annarra húsa frá Landshúsum sem þegar hafa risið hér á landi – Ekkert kemur á óvart
– Veldu traust íslenskt fyrirtæki þegar þú byggir –
Landshús ehf. (kt. 530213-0640) – s.553-1550 – landshus@landshus.is – www.landshus.is