Hrím 
– Nýtt hús frá Landshúsum
- Hrím er stílhreint og bjart hús, hannað í nútímastíl. Gluggar eru stórir og rýmin rúmgóð. Húsið hentar vel sem sumarhús eða sem heilsárshús (íbúðarhús). Hægt er að breyta húsinu á ýmsa vegu og ráða stærð þess.
- Við bjóðum upp á húsið í tveimur grunnstærðum sem hægt er að stækka enn frekar:
Grunnstærðir:
- Hrím 80
- Samtals 80fm – 8m breitt og 10m að lengd (sjá grunnplan)
- Hrím 108
- Samtals 108fm – 8m breitt og 13,5m að lengd (sjá grunnplan)
Stutt lýsing á skipulagi:
Bæði húsin eru eins að upplagi, þ.e.a.s. skiptast í herbergjaálmu annars vegar og hinsvegar aðalálmu (stofu og eldhús)
Hrím 80 er með tveimur svefnherbergjum en Hrím 108 er með þremur svefnherbergjum.
Hrím 80 og Hrím 108
VERÐ: Sjá verðskrá
Miklir breytingamöguleikar – Samantekt:
- Skipulag:
- Grunnhúsin bæði eru með ákveðnu skipulagi sem hægt er að breyta með einföldum hætti. Stærð herbergja, ákvörðun á rýmum, staðsetning hurða og glugga o.s.fr. getur hver og einn ákveðið. Ágætt er að nota grunnhúsin til viðmiðunar í upphafi og aðlaga svo húsin að eigin óskum. (sjá dæmi um breytt hús neðar á síðunni)
- Gott dæmi um algenga breytingu er staðsetning aðalinngangs en hús eru staðsett misjafnlega gagnvart aðkomu, t.d. fyrir ofan götu eða neðan. Auðvelt er að færa til inngang hússins og staðsetja anddyri þar sem það hentar best.
- Stækkanir – Viðbyggingar á báðum göflum:
- Hægt er að lengja húsið í aftari hluta þess (herbergjaálmu) með því að bæta við svokölluðum “viðbyggingum”, sem eru þó í reynd ekki viðbyggingar heldur viðbætur við húsin (Sjá teikningar sem skýra þetta betur út ásamt dæmi um breytt hús neðar á síðunni)
- Viðbygging er að grunnstærð um 2,5m x 3m en hægt er að lengja hana að vild og staðsetja á báðum hliðum hússins.
- Viðbygging getur verið “sérbygging” sem tengd er við aðalhúsið (þ.e.a.s. með sérinngangi) eða sem viðbót, þ.e.a.s. opið er á milli úr aðalbyggingunni.
- Dæmi um notagildi viðbygginga:
- Gestaálma
- Stækkun herbergja við gafla
- Tæknirými
- Sauna
- Geymsla
- o.s.fr.
- Þegar viðbyggingu er bætt við myndast um leið auka svæði undir þaki fyrir utan því lengd þaksins fyrir framan viðbygginguna er sú sama og á aðalbygginu hússins.
Myndin sýnir dæmi um hús sem er með viðbyggingu á báðum hliðum. Önnur viðbyggingin er með 1200mm stækkun að auki
- Gluggar og hurðir:
- Hægt er að breyta (stækka, minnka, fjölga, fækka) og færa til glugga og hurðir í herbergjaálmu að vild ásamt því að stýra því hvaða gluggar eru opnanlegir o.s.fr. – T.d. er auðvelt að bæta við hurð inn á baðherbergi ef pottur er staðsettur þar fyrir utan.
- í aðalálmu er hægt að breyta gluggum á göflum en á framhlið er ekki hægt að hafa áhrif á gluggastærðir, nema til minnkunar. Þó er hægt að hafa áhrif á hönnun glugga og hurða, s.s. millipósta, opnanir o.s.fr.
- Hægt er að uppfæra glugga og hurðir í ál/tré.
- Klæðning:
- Grunnhúsin eru með staðlaðri standandi greniklæðningu sbr. önnur hús frá Landshúsum. Hægt er að hafa áhrif á klæðningu með eftirfarandi hætti:
- Uppfæra klæðningu í lerki
- Uppfæra klæðningu í Thermo klæðningu (bökuð viðarklæðning úr aski)
- Sleppa klæðningu að hluta eða öllu leiti (ef t.d. á að klæða hús með áli)
- Grunnhúsin eru með staðlaðri standandi greniklæðningu sbr. önnur hús frá Landshúsum. Hægt er að hafa áhrif á klæðningu með eftirfarandi hætti:
- Gólf:
- Staðlað hús kemur án gólfs, enda er það hannað ofan á steypta plötu. Hægt er að breyta því ef óskað er eftir hefðbundinni timburgrind undir húsið, gólfgrindin er þá einfaldlega pöntuð með húsinu.
- Þakjárn, rennur og flasningar:
- Hægt er að panta sérlit á þakjárn, rennukerfi og flasningar
- Pallaefni:
- Hægt er að panta klæðningu á pall ásamt grindarefni með húsinu ef gera á pall við húsið
- Aukaefni:
- Hægt er að panta efni í metravís í lagnagrind, bæði í útveggi og loft.
- Hægt er að panta sérstakt rakavarnarlag sem “andar” í útveggi og loft.
- Annað:
- Ef aðrar óskir eru en taldar eru upp hér að ofan má vel vera að við getum orðið við þeim – um að gera að spyrja
-
Hrím – Byggingarlýsing:
- Húsin eru hönnuð á steypta plötu sem kaupandi útvegar (ATH. Hægt er að fá húsin með hefðbundinni timburgólfgrind í stað þess að reisa það á steypta plötu)
- Útveggjagrind er úr 45mm x 145mm timbur (Styrkleikaflokkur C24), klædd með 12mm grenikrossvið
- Utanhússklæðning er standandi bandsagað (18mm) greni sem lagt er á tvöfalt legtukerfi (21mm + 25mm)
- Þaksperrur:
- Yfir stofu og eldhúsi: 45mm x 248mm (loft tekið upp – C24) – c/c 400mm
- Yfir svefnálmu: 45mm x 248mm (loft tekið upp – C24) – c/c 600mm
- Þakklæðning er 21mm nótuð greniborð
- Þakefni er litað stál, upptekið á legtur með Siga þakdúk í undirlag
- Rennur, flasningar og vatnsbretti er litað blikk járn
- Hurðir og gluggar er úr timbri með tvöföldu gleri og kemur málað og glerjað, tilbúið til ísetningar. Læsingar eru 3p frá Assa. Gólfsíðir gluggar eru með öryggisgleri.
Hönnun:
EFLA verkfræðistofa á Akureyri sér um tæknilega hönnun á öllum húsunum frá Landshúsum. Öll hönnun á burðarvirki, festingum ásamt efnisvali er skv. gildandi byggingarlöggjöf.
Afhending og Afhendingartími:
Húsin taka um 12 vikur í framleiðslu eftir staðfesta pöntun. Afhending fer fram í Hafnarfirði.
Skilalýsing:
Hrím er afhent ósamsett. Efnið í húsið kemur að hluta í einingum og hluta tilsniðið. Þegar húsið hefur verið sett saman uppfyllir það lýsinguna; „Tilbúið að utan, fokhelt að innan“. Kaupandi sér um plötu/undirstöður undir húsið. Húsið er án einangrunar og lagna. Íslensk hönnun fyrir íslenskar aðstæður – Húsin standast 100% íslenska byggingareglugerð
Afhending og Afhendingartími:
Húsin taka um 12 vikur í framleiðslu eftir staðfesta pöntun. Afhending fer fram í Hafnarfirði.