Ásar – Heilsárshús – 80 fm.

Við kynnum til sögunnar Ása – Heilsárshús
Ásar er heilsárshús sem flestir ættu að geta gert að sínu.  Húsið er að grunnstærð 80fm.  Þakhalli er 20° og því er ekki gert ráð fyrir svefnlofti sbr. í Klettahúsunum.  Þó myndast rými undir súð sem nær 1,16m hæð þar sem það er hæst.  Því væri hægt að koma fyrir geymslulofti eða svefnaðstöðu þar.  Hægt er að panta stiga upp á loftið sbr. í Klettahúsunum eða vera með lúgustiga.

Stækkanlegt

Hægt er að stækka húsið að vild með því að bæta við einingum og bæta við hurðum og gluggum og/eða færa til. Hver stækkun lengir húsið um 60cm og stækkar það því um 3,85fm. Báðir hlutar hússins eru stækkanlegir, þ.e.a.s. svefnálma (og þar með svefnloft) og fremra rýmið sem er stofa, borðstofa og eldhús. Hægt að uppfæra klæðningu í lerki.

Hægt er að bæta eftirfarandi við húsið (verðupplýsingar eru í verðskrá):

  • Stækkunum (að framanverðu og aftanverðu) – Hver stækkun 3,85fm
  • Lerkiuppfærslu á klæðningu
  • Uppfæra glugga og hurðir í ál/tré
  • Hliðargeymslu (bíslag)
  • Innihurðum
  • Stiga upp á geymsluloft
  • Handrið fyrir geymsluloft

 Ásar 65fm
Verð m.vsk: 9.349.600,-*

*Inniveggir eru innifaldir í verði.

Húsin afhendast ósamsett miðað við skilalýsinguna „Tilbúin að utan, fokheld að innan“ *
Íslensk hönnun fyrir íslenskar aðstæður – Húsin standast 100% íslenska byggingareglugerð

EFLA verkfræðistofa á Akureyri sér um tæknilega hönnun á öllum húsunum frá Landshúsum.  Öll hönnun á burðarvirki, festingum ásamt efnisvali er skv. gildandi byggingarlöggjöf.

Hafðu samband

Sendu okkur línu á landshus@landshus.is ef þú hefur einhverjar spurningar eða vilt fá tilboð.

Klettar á Austfjörðum

Eitt af fyrstu Klettahúsunum sem verið er að reisa um þessar mundir er statt á Austfjörðum í námunda við Egilsstaði. Verkið hefur gengið vel og byggjendur og eigendur eru afar glaðir með framvindu.