Klettar – Heilsárshús – 65 fm + 35 fm svefnloft

Við kynnum Kletta – Heilsárshús
Klettar er heilsárshús, klassísk hönnun með tímalausu útliti.  Húsið er að grunnstærð 65fm og þar að auki er 35fm svefnloft sem eykur notagildi hússins til muna.  þar er mesta lofthæð 211 cm og því vel hægt að útbúa t.d. sjónvarpsaðstöðu eða einfaldlega gott leiksvæði fyrir börnin.  Hægt er að hafa opið á milli hæða og bjóðum við upp á handrið á milli ef þess er óskað.  Einnig er hægt að loka alveg á milli hæða og hafa svefnloftið sem sér rými.  Hönnun Kletta hófst 2017 og síðan þá hafa fjölmörg hús af þessari gerð risið víða um land við afar góðar undirtektir.

Breytingamöguleikar

Hægt er að stækka húsið að vild með því að bæta við einingum og bæta við hurðum og gluggum og/eða færa til. Hver stækkun lengir húsið um 60cm og stækkar það því um 3,85fm. Báðir hlutar hússins eru stækkanlegir, þ.e.a.s. svefnálma (og þar með svefnloft) og fremra rýmið sem er stofa, borðstofa og eldhús. Hægt að uppfæra klæðningu í lerki.  Hægt er að spegla húsinu og hafa áhrif á innra skipulag, hliðra til og færa veggi, stækka baðherbergi o.s.fr.  Gluggum og hurðum er hægt að breyta, ýmist stækka, minnka, fjölga eða fækka.  Opnanlegum fögum ræður kaupandi og er þá oftast farið eftir ríkjandi vindátt á svæðinu sem húsið kemur til með að rísa á.  Einnig er hægt að panta þakjárn, rennukerfi og flasningar (sem fylgir með húsinu) í sérlit ef þess er óskað.

Samantekt á breytingamöguleikum (verðupplýsingar eru í verðskrá):

  • Stækkunum (að framanverðu og aftanverðu) – Hver stækkun 3,85fm
  • Lerkiuppfærslu á klæðningu (Síberískt lerki – Viðhaldsfrí klæðning)
  • Uppfæra glugga og hurðir í ál/tré (Viðhaldsfrítt)
  • Hliðargeymslu/bíslag – (einnig stækkanleg) – Hentugt rými fyrir inntök ásamt því að vera góð útigeymsla
  • Innihurðum
  • Stiga upp á svefnloft – 3 útfærslur í boði (Eco – Smart – Premium)
  • Handrið fyrir svefnloft – 3 útfærslur í boði (Eco – Smart – Premium)
  • Sérlitur á þakjárn, rennukerfi og flasningar
  • Pallaefni (síberískt lerki) – Hægt er að panta úrvals lerkiborð með húsinu ef gera á pall við húsið
  • Ef aðrar óskir eru en taldar eru upp má vel vera að við getum orðið við þeim – um að gera að spyrja

 Klettar 65fm + 35fm svefnloft
Verð m.vsk: Sjá verðskrá

*Inniveggir á neðri hæð eru innifaldir í verði.

Húsin afhendast ósamsett miðað við skilalýsinguna „Tilbúin að utan, fokheld að innan“ *
Íslensk hönnun fyrir íslenskar aðstæður – Húsin standast 100% íslenska byggingareglugerð

EFLA verkfræðistofa á Akureyri sér um tæknilega hönnun á öllum húsunum frá Landshúsum.  Öll hönnun á burðarvirki, festingum ásamt efnisvali er skv. gildandi byggingarlöggjöf.

Afhending og Afhendingartími:  Húsin taka um 10-12 vikur í framleiðslu eftir staðfesta pöntun.  Afhending fer fram í Hafnarfirði.

Hafðu samband

Sendu okkur línu á landshus@landshus.is ef þú hefur einhverjar spurningar eða vilt fá tilboð.

Klettar á Austfjörðum

Eitt af fyrstu Klettahúsunum sem verið er að reisa um þessar mundir er statt á Austfjörðum í námunda við Egilsstaði. Verkið hefur gengið vel og byggjendur og eigendur eru afar glaðir með framvindu.