Jöklar – Íslenskt hús
Hér eru fyrstu myndirnar af húsi sem verið að reisa undir Eyjafjöllum. Um er að ræða Jöklahús – Íslensku húsin. Húsið er með tveimur stækkunum og er því um 30fm að grunnfleti. Klæðningin er lerki. Kaupandi gerði þá breytingu á húsinu þegar það var sett upp að hann færði hurðina og setti hana á hliðina. Slíkt er afar einfalt að gera, hurðareiningin er einfaldlega færð til á þann stað sem hurðin á að vera. Einnig uppfærði hann annan gluggann og hafði hann jafn stóran hinum. Því eru báðir gluggarnir eins og báðir opnast alveg út með tveimur hliðarhengdum hlerum hvor fyrir sig.
Húsið einstaklega vel út í þessu umhverfi þar sem gamli íslenski stíllinn fær vel að njóta sín. Við óskum kaupanda til hamingju með afar fallegt hús!