Hér eru myndir af fallegu Jöklahúsi – Íslenska húsið – sem reist var árið 2020.  Húsið samanstendur af grunnhúsi + 2 stækkunum ásamt gluggum og hurðum að vali kaupanda.

Hér er blandað saman gamla byggingalaginu og stórum gluggum sem færir húsið í nútímalegri búning.  Virkilega vel heppnuð samsetning.

Í húsinu er svefnloft sem auðvelt er að útfæra en hægt er að panta húsið með ákveðinni gerð af þaksperrum sem opna á þann möguleika.