Reitir – Raðhús

– Reist í Búðardal 2023

Hér eru myndir sem teknar voru af raðhúsum frá okkur í Búðardal, sem reist voru árið 2023.  Um er að ræða verkefni í samstarfi við sveitarfélagið en Búðardalur er einn af mörgum byggðarkjörnum landsins þar sem skortur er á húsnæði.

Í raðhúsalengjunni eru 3 íbúðir sem hver um sig er 84fm.  Efla verkfræðistofa á Akureyri sá um alla hönnun hússins.

Bygging hússins gekk afar vel og hratt fyrir sig.  Húsin eru nú komin í íbúðarhæft ástand og hafa fjölskyldur flutt inn í allar íbúðirnar.