Hér er myndasería af Tígli.
Húsið er með einni stækkun og nokkrum auka gluggum.
Við húsið var settur pallur. Húsið var reist á jarðvegsskrúfum. Undirlagið var þýft og nánast hrein mold. Því gekk vel að setja skrúfurnar niður þrátt fyrir að þær væru 1,6m að lengd. Kostirnir voru þó miklir við skrúfurnar, jarðvegsrask var í lágmarki og einungis tók um 4-5 tíma fyrir 2 menn að setja allar skrúfurnar niður, bæði fyrir húsið og pallinn. (Skrúfurnar sem við notuðum eru frá Áltak)
Teikningu af undirstöðum fyrir þetta hús ásamt palli má sjá hér.
Auka gluggar sem fóru í húsið:
- G6 að framan við hlið hurðar (hægra megin)
- G5 að framan við hlið hurðar (vinstra megin)
- G3 á báðum göflum
- G2 að aftan
Þegar ákveðið var hvaða gluggar ættu að fara hvar var stuðst við “krassblaðið” okkar sem er aðgengilegt á síðunni fyrir ofan. Hér má sjá afrit af því:
Recent Comments