Bílskúr á Suðurlandi
Hér eru myndir af bílskúr sem reistur var á Suðurlandi 2018 og er árangurinn virkilega góður. Kaupendur gerðu nokkrar breytingar á húsinu sem snúa að gluggafyrirkomulagi enda er húsið notað að hluta sem vélageymsla og að hluta sem vinnustofa.
Þau bættu við gólfgrind ásamt 3 stækkunum. Einnig vildu þau opna fyrir útsýnið með stórum gluggum og kemur það afar vel út. Allar slíkar breytingar sem snúa að gluggum og hurðum eru auðveldar og getur hver og einn ráðið för með það eins og hver vill þegar húsið er pantað.
Við óskum eigendum til hamingju með glæsilegt hús 🙂