Smart Cube
– Premium útgáfa af aukahúsi í garðinn
Smart Cube er splunkunýtt hús Landshúsa (vor 2022). Húsið hefur verið hugarfóstur okkar um árabil og nú er það loksins komið á markaðinn eftir mikla yfirlegu og ítarlega hönnun.
Smart Cube er hannað alfarið á Íslandi af Landshúsum. Húsið er 15fm að utanmáli og um 2,5m að hæð mælt frá gólfi að hæsta punkti þaks.
ATH. Húsið fellur undir ákvæði byggingarreglugerðar um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi.
Smart Cube er hannað m.t.t. íslenskra aðstæðna og krefjandi veðurfars. Húsið er að upplagi hefðbundið timburgrindarhús með mjög öflugum festingum og vandaðri viðarklæðningu.
Markmiðið er að bjóða upp á fallega hannað hús sem fljótlegt er í uppsetningu, sterkbyggt og hagkvæmt í innkaupum.
Nánari lýsing, viðbætur og breytingar
Húsið er afhent ósamsett í Hafnarfirði. Það afhendist að hluta til í:
- einingum
- að hluta til sem forsniðið efni
- að hluta til efni í metravís
(allt eftir því hvað hentar best fyrir viðkomandi byggingarhluta)
Grunnhús (15fm)
Verð: 1.995.000,-
Stækkun (3,7fm)
Verð: 395.000,-
Byggingarlýsing:
Þegar húsið hefur verið reist er það tilbúið að utan að þakefni undanskildu (ástæðan er sú að oft er óskað eftir því að þakefni á auka húsi á lóð sé í stíl við hús sem er fyrir á staðnum).
Að innan á eftir að setja einangrun í gólf, veggi og þak ásamt klæðningu að innan (gert er ráð fyrir allri einangrun í hönnun hússins). M.ö.o. húsið er tilbúið að utan (fyrir utan þakklæðningu) en fokhelt að innan.
Gólfgrind er með músaneti. Gólffjalir fylgja húsinu sem hægt er að nota sem endanlegt gólfefni með viðeigandi meðhöndlun, t.d. lakkað.
Helstu efnisstærðir í Smart Cube
- Efnisþykktir í grind:
- Gólfgrind: 45mm x 145mm
- Veggjagrind: 45mm x 95mm
- Þaksperrur: 45 x 145mm
- Aðrar upplýsingar um efnisval:
- 9mm grenikrossviður í útveggjum utan á grind (stífir húsið)
- Tvöfalt lektukerfi er á bak við utanhússklæðningu, 21mm+25mm að þykkt (tryggir góð loftskipti)
- Utanhússklæðning er 21mm að þykkt með ýfðu yfirborði (heldur vel viðarvörn og málningu)
- Gólfborð eru nótuð, 21mm þykk greniborð
- Þakfjalir eru nótaðar, 21mm þykk greniborð
- Festingar: BMF vinklar eru notaðir með 10mm boltum í gólfi, veggjum og þaki (sjá nánar í tæknilýsingu)
Hurðin í Smart Cube:
Með húsinu fylgir ein útidyrahurð með stóru öryggisgleri. Hurðin sjálf og hurðarkarmur er úr harðvið. Hurðin kemur fullbúin og samsett, dökkgrá að lit. Læsing er 3ja punkta læsing (ASSA) til að tryggja þéttleika. Þröskuldur er timbur/ál. Hlíf úr ryðfríu stáli er neðst á hurðinni að utanverðu. Vatnsbretti (blikk) fyrir ofan og neðan hurði fylgir með. Hurðin er sérsmíðuð fyrir Smart Cube. Um mjög vandaða hurð er að ræða. Gluggar fylgja ekki með en hægt er að kaupa aukalega viðeigandi glugga aukalega m.v. skipulag hússins hverju sinni.
Pakkning:
Húsið afhendist ósamsett og kemur innpakkað í plast í um 2-3 pakkningum sem geta staðið út í einhvern tíma ef fylgst er vel með. Best er þó að geyma pakkningar innandyra í vel loftræstu rými fram að uppsetningu (þarf ekki að vera upphitað rými).
Breytingamöguleikar:
Grunnhúsið kemur staðlað, þ.e.a.s. engar breytingar er hægt að gera á því við pöntun. Breytingamöguleikar eru þó fyrir hendi í formi viðbóta við grunnhúsið eða með því að gera einfaldar breytingar. Möguleikar til breytinga eru eftirfarandi:
- Stækkun:
- Fyrir þá sem vilja hafa húsið stærra verður hægt að fá stækkanir sem hver um sig lengir húsið um 1,2m. Hver stækkun bætir við grunnflöt hússins um 3,7fm + 0,6fm úti undir skyggni. Húsið mun samt sem áður uppfylla 15fm ákvæðið (*sjá útskýringu hér fyrir neðan. Fyrir þá sem vilja hafa húsið enn stærra er hægt að bæta við fleiri 1,2m stækkunum).
- *ATH. Skv. byggingareglugerð má að ákveðnum skilyrðum uppfylltum reisa 15 fm hús á lóð án þess að sækja um leyfi (sjá nánar í grein nr. 2.3.5 í byggingarreglugerð). Með fermetrastærð er átt við innanmál hússins. Það er jákvætt því það leiðir af sér að hægt er að lengja Smart Cube húsið um 1,2m án þess að húsið fari yfir umrædda 15fm stærð sem er viðmiðið um smáhýsi sem undanþegin eru byggingarleyfi (m.v. hefðbundna uppbyggingu útveggs).
- Fyrir þá sem vilja hafa húsið stærra verður hægt að fá stækkanir sem hver um sig lengir húsið um 1,2m. Hver stækkun bætir við grunnflöt hússins um 3,7fm + 0,6fm úti undir skyggni. Húsið mun samt sem áður uppfylla 15fm ákvæðið (*sjá útskýringu hér fyrir neðan. Fyrir þá sem vilja hafa húsið enn stærra er hægt að bæta við fleiri 1,2m stækkunum).
- Hækkun:
-
- Fyrir þá sem vilja hækka húsið höfum við einnig gert ráð fyrir möguleika á því, um ca. 10-15cm.
- ATH. Skv. byggingarreglugerð má smáhýsi í garði sem er í flestum tilfellum undanþegið byggingarleyfi vera 2,5m að hæð, mælt frá yfirborði jarðvegs (sjá nánar í grein 2.3.5). „Yfirborð jarðvegs“ getur verið nokkuð teygjanlegt hugtak og því mætti sumstaðar færa fyrir því rök að hærra hús en 2,5m sé leyfilegt, t.d. á lóð sem er í halla. Gott viðmið í framkvæmdum sem þessari er að trufla ekki nærumhverfi sitt því þá er yfirleitt lítið um óánægjuraddir.
- Fyrir þá sem vilja hækka húsið höfum við einnig gert ráð fyrir möguleika á því, um ca. 10-15cm.
- Gluggar og hurðir:
-
- Færa til hurð: Vel er hægt að færa til hurðina á framhlið hússins með því að raða einingunum upp í annari röð.
- Fleiri gluggar/hurðir: Hægt verður að kaupa aukalega staðlaða glugga og hurðir sem Landshús stefnir á að eiga alla jafna á lager. Fyrir auka gluggum og hurðum er sagað úr veggjagrind við uppsetningu. Efri og neðri vatnsbretti fylgja með auka gluggum og hurðum. Sé óskað eftir gluggum að sérstakri stærð eða með sérstakri opnun (t.d. vinstri/hægri eða topphengt) er hægt að sérpanta þá – afagreiðslutími er um 12 vikur.
- Aðrar breytingar:
Innra skipulag:
Húsið kemur án milliveggja og því er hægt er að útfæra innanhúss skipulag að vild. Engar gluggastaðsetningar eru fyrirfram ákveðnar og getur því hver og einn skipulagt rýmið eftir sínu höfði og pantað viðeigandi glugga aukalega í samræmi við það. (T.d. ef stúkað er af herbergi er skynsamlegt að hafa glugga í því rými og að hann sé af þeirri stærð að hann sé sem löglegt björgunarop).
Fyrsta sending á Smart Cube – Apríl 2022:
Við áætlum að fá fyrstu húsin í byrjun apríl. Munum við í kjölfarið reisa sýningarhús. Við viljum benda á að þar sem um er að ræða fyrstu framleiðslu af húsunum gætu leynst einhverjir vankantar sem okkur hefur yfirsést. Ef slíkt kemur upp ættu þau atriði að vera minniháttar sem auðvelt er að lagfæra með jákvæðni að leiðarljósi og viljan að vopni. Húsin í fyrstu sendingu eru verðlögð m.t.t. þess.
Myndir
Hér fyrir neðan er myndasería af húsunum. Við byrjum á grunnhúsinu og fikrum okkur svo áfram í stærra húsið með auka gluggum. Endum svo á hugmyndum af innra skipulagi. Von er á fleiri myndum fljótlega.
Myndir – Demó hús í verksmiðju
Á lokastigum hönnunar hússins, haustið 2021, ákváðum við að reisa demó hús inni í verksmiðju. Hér fyrir neðan eru myndir af því húsi í smíðum. Þrátt fyrir að húsið sé ekki fullklárað á þessum myndum gefa þær ágætis mynd af því hvernig húsið kemur til með að líta út í raunveruleikanum. Við setjum svo inn fleiri myndir um leið og fyrstu húsin fara að rísa.
Hafðu samband
Sendu okkur línu á landshus@landshus.is ef þú hefur einhverjar spurningar eða vilt fá tilboð.