Hér er Klettar 80 hús með 6 stækkunum, staðsett á fallegum stað á Suðurlandi. Húsið er með lerkiklæðningu og eru gluggar og hurðir með ál/tré uppfærslu. 2 stækkanir voru settar í svefnherbergishluta hússins og 4 í stofu/eldhús. Bíslagið var einnig lengt um 1,2m. Framkvæmdin gekk mjög vel og húsið er glæsilegt. Við óskum eigendum til hamingju.