Upplifun á Íslandi

Hægt er að bæta við einingum...

Sýningarhús

Jöklar – Sýningarhúsið okkar hefur verið reist á Garðatorgi í Garðabæ.

Allir velkomnir!

Pantanir 2019:

  • Við höfum opnað fyrstu pöntunarbók vegna 2019
  • Húsin eru áætluð til afhendingar mars 15. mars n.k.

 – Opið fyrir pantanir fram til 15. janúar

Splunkunýtt! Klettar – Heilsárshús – 80fm + 49fm svefnloft

Við kynnum til sögunnar Kletta – Heilsárshús – Nú með 3 svefnherbergjum og stærra svefnlofti

Klettar er heilsárshús sem flestir ættu að geta gert að sínu.  Húsið er að grunnstærð 80fm og þar að auki er 49fm svefnloft.

Stækkanlegt: Hægt er að stækka húsið að vild með því að bæta við einingum og bæta við hurðum og gluggum og/eða færa til. Hver stækkun lengir húsið um 60cm og stækkar það því um 3,85fm. Sumarhús stækkanirBáðir hlutar hússins eru stækkanlegir, þ.e.a.s. svefnálma (og þar með svefnloft) og fremra rýmið sem er stofa, borðstofa og eldhús. Hægt að uppfæra klæðningu í lerki.

  • Verð fyrir grunnhús Kletta 80 fm  Kr. 9.349.000,-*

Húsin afhendast ósamsett miðað við skilalýsinguna „Tilbúin að utan, fokheld að innan“ *

*Inniveggir á neðri hæð eru innifaldir í verði.

Smelltu hér til að sjá myndir af Klettahúsi sem er að rísa sumarið 2018

Smelltu hér til að hlaða niður leiðbeiningum / teikningum fyrir Kletta 65fm grunnhús

Íslensk hönnun fyrir íslenskar aðstæðurHúsin standast 100% íslenska byggingareglugerð

Splunkunýtt! Klettar – Heilsárshús

Við kynnum til sögunnar Kletta – Heilsárshús

Klettar er heilsárshús sem flestir ættu að geta gert að sínu.  Húsið er að grunnstærð 65fm og þar að auki er 35fm svefnloft.

Stækkanlegt: Hægt er að stækka húsið að vild með því að bæta við einingum og bæta við hurðum og gluggum og/eða færa til. Hver stækkun lengir húsið um 60cm og stækkar það því um 3,85fm. Sumarhús stækkanirBáðir hlutar hússins eru stækkanlegir, þ.e.a.s. svefnálma (og þar með svefnloft) og fremra rýmið sem er stofa, borðstofa og eldhús. Hægt að uppfæra klæðningu í lerki.

  • Verð fyrir grunnhús Kletta  Kr. 7.176.000,-*

Húsin afhendast ósamsett miðað við skilalýsinguna „Tilbúin að utan, fokheld að innan“ *

*Inniveggir á neðri hæð eru innifaldir í verði.

Smelltu hér til að sjá myndir af Klettahúsi sem er að rísa sumarið 2018

Smelltu hér til að hlaða niður leiðbeiningum / teikningum fyrir Kletta 65fm grunnhús

Íslensk hönnun fyrir íslenskar aðstæðurHúsin standast 100% íslenska byggingareglugerð

 

Splunkunýtt! Jöklar – Íslensku húsin

Við kynnum til sögunnar Íslensku húsin í Jöklaseríunni.

Fyrirmynd húsanna eru mörg af hinum gömlu fallegu íslensku húsum sem finna má víða um Ísland, t.d. í Stykkishólmi, Akureyri, Flatey og í fleiri bæjarkjörnum. Húsin eru hönnuð alfarið hér á landi og uppfylla íslenska byggingarreglugerð.

Stækkanlegt: Hægt er að stækka húsið að vild með því að bæta við einingum og bæta við hurðum og gluggum og/eða færa til. Grunnhúsið er 24,3fm.  Hver stækkun lengir húsið um 60cm og stækkar það því um 2,77fm. Til hliðar höfum við sett upp stærðir sem við nefnum S, M og L og verð þeirra (ath. veitum afslætti í samræmi við fjölda pantaðra húsa, sjá verðskrá)

  • S – 24,3 fm – Kr. 2.797.600,-
  • M – 24,3 fm + 2 stækk. = 29,8 fm – Kr. 3.605.680,-
  • L – 24,3 fm + 5 stækk. = 38,2 fm – Kr. 4.715.360,-

*Gerum sértilboð þegar um er að ræða 3 hús eða fleiri

Húsin afhendast ósamsett miðað við skilalýsinguna „Tilbúin að utan, fokheld að innan“

Íslensk hönnun fyrir íslenskar aðstæðurHúsin standast 100% íslenska byggingareglugerð

 

Jöklar – Flat

Jöklar með “flötu” þaki (einhalla þaki) er fyrsta útgáfa Jöklahúsanna sem Landshús kom fram með.  Húsið hefur fengið afar góðar viðtökur enda stílhreint hús sem hentar fullkomlega tilgangi sínum, þ.e. að vera þægilega stórt rými fyrir 2-4 manns.

Húsið er fyrst og fremst hugsað sem hentugur kostur fyrir þá sem vilja bjóða upp á gistingu fyrir ferðamenn eða sem gestahús/skrifstofa sem auka viðbót við aðalhús.

Stækkanlegt: Hægt er að stækka húsið að vild með því að bæta við einingum og bæta við hurðum og gluggum og/eða færa til. Grunnhúsið er 24,3fm.  Hver stækkun lengir húsið um 60cm og stækkar það því um 2,77fm.

Verð á Jöklum – Flat kr. 2.589.600,-* m/vsk.

  • *Gerum sértilboð þegar um er að ræða 3 hús eða fleiri

Húsin afhendast ósamsett miðað við skilalýsinguna „Tilbúin að utan, fokheld að innan“

Íslensk hönnun fyrir íslenskar aðstæðurHúsin standast 100% íslenska byggingareglugerð

Jöklar – Sumarhús – Burst (54fm)

Hér er á ferðinni splunkuný hönnun sem sýnir hvernig meðalstórt sumarhús – samtals 54 fm –  er útbúið úr Jöklahúsunum og nú með tvíhalla þaki (Burst þaki).

Stækkanlegt: Hægt er að stækka húsið og bæta við hurðum og gluggum að vild og/eða færa til.

Húsin afhendast ósamsett miðað við skilalýsinguna „Tilbúin að utan, fokheld að innan“

Tilboðsverð kr. 6.214.000,- (verð eru með VSK)

Íslensk hönnun fyrir íslenskar aðstæðurHúsin standast 100% íslenska byggingareglugerð

Jöklar – Sumarhús

Hér er á ferðinni splunkuný hönnun sem sýnir hvernig meðalstórt sumarhús – samtals 54 fm –  er útbúið úr Jöklahúsunum.

Hægt er að gera enn frekari breytingar á húsinu, s.s. stækka báða hluta þess og bæta við hurðum og gluggum.

Tilboðsverð kr. 5.798.000,- (verð eru með VSK)

Smelltu HÉR til að hlaða niður teikningum af húsinu.

 

Jöklar – Burst

Við kynnum til sögunnar Jöklahús með tvíhalla þaki, eða “burst þaki” .  Húsin eru að öllu leiti eins og Jöklahúsin hafa verið gerð hingað til fyrir utan uppbyggingu þaksins.  Grunnflötur hússins er 24,3 fm.

Hægt er að stækka húsið að vild og bæta við gluggum og hurðum ef óskað er, bæði stöðluðum gluggum og eftir séróskum.

Verð á Jöklum – Burst er kr. 2.797.600,- m/vsk.

 

Jöklar – Starfsmannahús

Jöklar henta afar vel sem starfsmannahús.  Rýmið er hægt að skipuleggja að vild, bæði m.t.t. stærðar og fjölda herbergja ásamt fyrirkomulagi.

Gluggum og hurðum er hægt að breyta, fækka og fjölga.  Auðvelt er að aðlaga húsin að þörfum hvers og eins (t.d. hjónaherbergi eða einstakingsherbergi) því hvert hús er stækkanlegt.  Húsin raðast auðveldlega saman og því auðvelt að mynda raðhús / herbergjaálmu.

Hægt er að fá starfsmannahúsin með burst þaki eða einhalla þaki.

0

 

 

 

Jöklar – Parhús

Jöklahúsin er vel hægt að útfæra í ýmsum útfærslum og eru Jöklar – Parhús dæmi um það.  Hægt er að raða húsunum upp á ýmsan hátt, láta þau stallast eða vera í beinni línu, spegla gluggum o.s.fr.

Nýtt!  Jöklar – Hótel – með uppsetningu!

Jöklar – Hótel er afar heppileg lausn fyrir þá sem vilja bæta við sig gistiálmu, annað hvort við núverandi rekstur eða sem sjálfstæða einingu.  Stærð herbergja er breytileg og fjöldinn er ótakmarkaður.

ATH – Bjóðum nú upp á Jökla – hótel með uppsetningu að fokheldi (þ.e.a.s. húsið skilast tilbúið að utan, fokhelt að innan)

Verð á 10 herbergja hótelálmu með uppsetningu* (sbr. teikning til hliðar) er kr. 29.120.000,- + VSK

*Nánari upplýsingar veittar í síma – 553-1550

Nýtt!  Jöklar – Bílskúr

Nú bjóðum við Jöklahúsin útfærð sem bílskúr.  Fljótleg, hagkvæm og traust leið til þess að reisa bílskúrinn eða athafnahúsið sem marga vantar.

Hægt er að fá húsið í tveimur útfærslum, með burst þaki (tvíhalla hefðbundnu þaki) eða með “flötu” þaki (einhalla þaki)

Stækkanlegt: Hægt er að stækka bílskúrinn að vild með því að bæta við einingum og bæta við hurðum og gluggum að vild og/eða færa til. Grunnhúsið er 24,3fm.  Hver stækkun lengir húsið um 60cm og stækkar það því um 2,77fm. Hver stækkun kostar kr. 240.240 – 271.440,-

Bílskúrshurðin er ekki innifalin.  Landshús eru í samstarfi við Vagna og þjónustu en þeir geta útvegað hurð og ísetningu ef óskað er.  Stöðluð hurð kostar kr. 150.800,-

Húsin koma án gólfs en hægt er að fá húsin með gólfi sé óskað eftir því. Gólf kostar kr. 286.000,-

Húsin afhendast ósamsett miðað við skilalýsinguna „Tilbúin að utan, fokheld að innan“

Verð fyrir bílskúr með burst þaki er kr. 2.485.600,-  og með “flötu” þaki. er kr. 2.277.600,- (verð eru með VSK)

Íslensk hönnun fyrir íslenskar aðstæðurHúsin standast 100% íslenska byggingareglugerð

Samsetning – Myndband

Sýningarhús okkar hefur verið reist á Garðatorgi í Garðabæ. Verið velkomin.

Á myndbandinu hér til hliðar má sjá samsetningu þess frá byrjun til enda.

Jöklar

Jöklar eru forsniðin einingahús úr timbri. Húsin eru hönnuð af íslenskum aðilum sem hentugur kostur fyrir þá sem reka ferðaþjónustu hér á landi.

Húsin eru byggð út frá nýju einingakerfi sem býður upp á ýmsa breytingamöguleika ásamt því að vera fljótleg og hagkvæm í uppsetningu.

Húsin eru hugsuð sem gestahús, með eða án eldunaraðstöðu en einnig er einfalt að útbúa stærri hús, s.s. sumarhús eða heilsárs íbúðarhús.

Hönnun húsanna

Húsin eru hönnuð með það að leiðarljósi að þau séu opin og björt og hleypi nærumhverfi og útsýni inn í rýmið og auki þar með enn frekar ánægjulega upplifun á Íslandi.

Hönnunin er í senn einföld og stílhrein og útfærð þannig að kostnaður fari ekki fram úr hófi, bæði á húsunum sjálfum og vinnu við uppsetningu.

Húsin eru hönnuð fyrir íslenskar aðstæður og uppfylla alla gæða – og byggingastaðla sem krafa er gerð um hér á landi.

Breytingamöguleikar

Einingakerfið býður upp á að gera breytingar á húsunum með einföldum hætti. Hægt er að lengja húsin, spegla þeim eða bæta við gluggum og hurðum.

 

Uppröðun

Húsin geta staðið ein og sér eða verið sett saman í lengju allt eftir því hvað hentar staðháttum og áherslu rekstrar hverju sinni.

 

 

Sýningarhús á Garðatorgi í Garðabæ – bókaðu skoðun!

Jöklar – Sýningarhúsið okkar hefur verið reist á Garðatorgi í Garðabæ. Um er að ræða 24,3 fm Grunnhús Jökla.  Áhugasömum er bent á að bóka tíma í skoðun í s. 553-1550.

Allir velkomnir!

Skoða nánar

Viltu vita meira?