Jöklar

Íslensk hús fyrir íslenskar aðstæður

Forsniðin einingahús – Fljótleg í uppsetningu

Hægt að bæta við einingum

Hægt er að stækka allar gerðir af Jöklahúsunum og bæta við hurðum og gluggum að vild og/eða færa til.

Klettar - Heilsárshús

Klettar er heilsárshús sem flestir ættu að geta gert að sínu.  Húsið er að grunnstærð 65fm og þar að auki er 35fm svefnloft.

Húsin okkar

 Við bjóðum upp á hús í mismunandi flokkum

Minni sumarhús - Gestahús - Starfsmannahús - Bílskúrar

Jöklar heitir sería okkar í minni húsum og koma í nokkrum útfærslum, þ.e.a.s. með einhalla þaki, burst þaki og gamla íslenska laginu.  Grunnstærð húsanna er 24 fm og eru þau svo stækkanleg eins og hver vill.

 

Sumarhús

Klettar og Ásar heita sumarhúsin okkar og koma báðar húsagerðirnar í tveimur stöðluðum stærðum, 65 fm og 80 fm að grunnfleti. Húsin er auðvelt að stækka eftir óskum.

Einbýlishús

Fossar heita einbýlishúsin okkar og koma þau í nokkrum stöðluðum útfærslum.  Húsin eru hönnuð alfarið hér á landi og uppfylla íslenska byggingarreglugerð allstaðar á landinu.

Lerkiklæðning

Erum að bjóða lerkiklæðningu, upplýsingar í síma 553 1550.

 

Efla verkfræðistofa á Akureyri sér um tæknilega hönnun á öllum húsunum okkar. Öll hönnun á burðarvirki, festingum og allt efnisval er skv. gildandi byggingarlöggjöf. Húsin uppfylla því að öllu leyti kröfur sem gerðar eru til húsbygginga hér á landi.

Tilkynningar

Pantanir fyrir vorið 2020 eru hafnar!

Afhendingartími á húsunum okkar er sem hér segir:
 –  Jöklar (3 hús eða fleiri) – 10-12 vikur
 –  Klettar 10-12 vikur
 –  Fossar10-12 vikur
  • (ef um stök Jöklahús er að ræða fer afhendingartími eftir stöðu pantana hverju sinni, ca. 8-16 vikur)

Nýtt hús! – Tvöfaldur bílskúr

Við höfum fengið mikið af spurningum varðandi bílskúrana okkar og hvort við getum gert þá stærri.  Nú er það orðið að veruleika.  Við höfum hannað nýjan tvöfaldan bílskúr sem er að grunnstærð 58 fm.  Smelltu hér til að fá nánari upplýsingar um nýja bílskúrinn.

Tvöfaldur bílskúr – 58fm

Sýningarhúsið á Garðatorgi til sölu:

Húsið er af gerðinni Jöklar – Flat.  Húsið er 24,3 fm að stærð, fullbúið að utan en fokhelt að innan.  Einangrun komin í gólf.  Húsið stendur á Garðatorgi í Garðabæ.  Verð kr. 2.995.000 + vsk.  Allar upplýsingar veittar í s. 553-1550.