Húsin okkar
Við bjóðum upp á hús í mismunandi flokkum
Minni sumarhús - Gestahús - Starfsmannahús - Bílskúrar
Jöklar heitir sería okkar í minni húsum og koma í nokkrum útfærslum, þ.e.a.s. með einhalla þaki, burst þaki og gamla íslenska laginu. Grunnstærð húsanna er 24 fm og eru þau svo stækkanleg eins og hver vill.
Sumarhús
Klettar og Ásar heita sumarhúsin okkar og koma báðar húsagerðirnar í tveimur stöðluðum stærðum, 65 fm og 80 fm að grunnfleti. Húsin er auðvelt að stækka eftir óskum.
Einbýlishús
Fossar heita einbýlishúsin okkar og koma þau í nokkrum stöðluðum útfærslum. Húsin eru hönnuð alfarið hér á landi og uppfylla íslenska byggingarreglugerð allstaðar á landinu. (skoðaðu nýjar myndir hér af FOSS 4 sem verið er að reisa á Hólmavík)
Fréttir
Ætlar þú að byggja árið 2021?
Erum byrjuð að taka niður pantanir á húsum sem eru til afhendingar vorið 2021
- Tryggðu þér pláss í okkar framleiðslu tímanlega (takmarkað upplag)
Afhendingartími á húsunum okkar er sem hér segir:
– Jöklar – 10-16 vikur
– Klettar – 10-12 vikur
– Fossar – 10-12 vikur
Foss 2B – Ný týpa! (2-3 svefnherb. + bílskúr)
Við kynnum nýtt Fossahús til sögunnar – Foss 2B. Um er að ræða minni útgáfu af einbýlishúsi sem er með rúmgóðum bílskúr. Sjá teikningar af húsinu hér: Foss 2B – Aðaluppdrættir 2.0:
Foss 4 – Einbýlishús rís á Hólmavík
Þessa dagana (sumar 2020) er verið að reisa einbýlishús af gerðinni Foss 4 á Hólmavík. Verkið gengur vel og hægt er að skoða myndir af öllu ferlinu hér: