Um Landshús ehf. (kt. 530213-0640) – Skipholti 50D – 105 Reykjavík – s.553-1550 – landshus@landshus.iswww.landshus.is

Landshús ehf. er fyrirtæki sem sérhæfir sig í hönnun og framleiðslu á timburhúsum.  Stofnandi og eigandi fyrirtækisins er Magnús Jens Hjaltested.

Fyrirtækið býður upp á lausnir í húsbyggingum sem snýr að hröðum uppsetningartíma og hagkvæmni.

Fyrirtækið hóf núverandi starfsemi árið 2013. Húsin frá fyrirtækinu rísa nú víða um land við góðan orðstír.

Húsin eru hönnuð á Íslandi út frá íslenskum stöðlum.  Húsin eru hönnuð í samstarfi við Eflu verkfræðistofu út frá gildandi byggingareglugerð hér á landi.

Gildi Landshúsa:

  1. STYRKUR: Húsin okkar eru hönnuð af íslenskum hönnuðum út frá íslenskri byggingarreglugerð.  Húsin eru því þess fallin að vera reist hér á landi við okkar erfiðu íslensku veðuraðstæður – Öll húsin okkar eru hönnuð fyrir snjóálagssvæði 4.
  2. HAGKVÆMNI: Við leitumst við að hafa húsin hagkvæm, bæði í innkaupum og í uppsetningu.
  3. HÖNNUN: Við leggjum áherslu á góða hönnun sem veitir góða upplifun.