Jöklar Burst – (Tvíhalla Þak)
Jöklar með burst þaki (tvíhalla þaki) er önnur útgáfa Jöklahúsanna sem Landshús kom fram með. Húsið hefur fengið afar góðar viðtökur enda stílhreint hús sem hentar fullkomlega tilgangi sínum, þ.e. að vera þægilega stórt rými fyrir 2-4 manns.
Jöklar eru fyrst og fremst hugsaðir sem hentugur kostur fyrir þá sem vilja bjóða upp á gistingu fyrir ferðamenn eða sem gestahús/skrifstofa sem viðbót við aðalhús.
Stærð
Húsið er 4,62m að breidd og 5,62 að lengd (stækkanlegt á lengdina).
Rýmið er hugsað sem hentug stærð fyrir 2-4 dvalargesti á hverjum tíma. Hægt er að útbúa húsið með eða án eldunaraðstöðu eftir áherslu rekstrar hverju sinni. Ef hús er stækkað er auðvelt að loka af svefnherbergi og gera ráð fyrir svefnsófa í aðalrými. Stöðluðu björgunaropi (opnanlegur gluggi af ákveðinni stærð skv. reglugerð) er þá bætt við.
Grunnhús (24,3fm)
Verð: Sjá verðskrá
Stækkunarmöguleikar
Hægt er að stækka húsið að vild með því að bæta við einingum og bæta við hurðum og gluggum og/eða færa til. Grunnhúsið er 24,3fm. Hver stækkun lengir húsið um 60cm og stækkar það því um 2,77fm. (sjá myndir neðar á síðunni)
Gluggar og hurðir – breytingar
Hægt er að breyta gluggum og hurðum og auka eða minnka gluggamagn. Einnig er hægt að fá glugga eftir eigin málum og með öðruvísi útliti, t.d. franska glugga o.s.fr. Auka gluggaeiningar geta fylgt með.
Klæðning
Klæðning húsanna er úr bandsöguðu (ýfðu) greni. Einnig er boðið upp á að uppfæra klæðningu í viðhaldsfría síberíska lerkiklæðningu.
Húsin afhendast ósamsett miðað við skilalýsinguna „Tilbúin að utan, fokheld að innan“
Íslensk hönnun fyrir íslenskar aðstæður
Húsin eru hönnuð á Íslandi út frá íslenskum stöðlum. Efla verkfræðistofa á Akureyri hefur séð um alla tæknihönnun í öllum húsunum okkar út frá gildandi byggingareglugerð hér á landi.
Myndir
Myndirnar sýna mögulegar litaútfærslur húsanna ásamt stækkunarmöguleikum. Hér má svo sjá myndir af uppkomnum húsum vítt og breitt um Ísland.
Jöklar Burst
Við kynnum til sögunnar Jöklahús með tvíhalla þaki, eða “burst þaki”. Húsin eru að öllu leiti eins og Jöklahúsin hafa verið gerð hingað til fyrir utan uppbyggingu þaksins. Grunnflötur hússins er 24,3 fm.
Hægt er að stækka húsið að vild og bæta við gluggum og hurðum ef óskað er, bæði stöðluðum gluggum og eftir séróskum.
Jöklar eru fyrst og fremst hugsaðir sem hentugur kostur fyrir þá sem vilja bjóða upp á gistingu fyrir ferðamenn eða sem gestahús/skrifstofa sem viðbót við aðalhús.
Húsin afhendast ósamsett miðað við skilalýsinguna „Tilbúin að utan, fokheld að innan“
Íslensk hönnun fyrir íslenskar aðstæður – Húsin standast 100% íslenska byggingarreglugerð
Hafðu samband
Sendu okkur línu á landshus@landshus.is ef þú hefur einhverjar spurningar eða vilt fá tilboð.