Tígull

– Premium útgáfa af aukahúsi í garðinn

Tígull er nýtt hús frá Landshúsum síðan vorið 2022. Síðan húsið kom fyrst á markaðinn hefur það notið mikilla vinsælda og er komið mjög víða um land.

Tígull er hannaður alfarið á Íslandi af Landshúsum.  Staðlað grunnhús er 15fm að utanmáli og um 2,5m að hæð mælt frá gólfi að hæsta punkti þaks.  Leiðbeiningar eru á íslensku.

ATH. Staðlað grunnhús Tíguls fellur undir ákvæði byggingarreglugerðar um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi.

Tígull er hannaður m.t.t. íslenskra aðstæðna og krefjandi veðurfars.  Húsið er að upplagi hefðbundið timburgrindarhús með mjög öflugum festingum og vandaðri viðarklæðningu.  Húsið er að hluta einingahús og að hluta forsniðið efni.

Markmiðið er að bjóða upp á fallega hannað hús sem fljótlegt er í uppsetningu, sterkbyggt og hagkvæmt í innkaupum.

Nánari lýsing, viðbætur og breytingar

Húsið er afhent ósamsett í Hafnarfirði.  Það afhendist að hluta til í:

  • einingum
  • að hluta til sem forsniðið efni
  • að hluta til efni í metravís

(allt eftir því hvað hentar best fyrir viðkomandi byggingarhluta)

Tígull – Ítarefni:

Hér fyrir neðan eru hlekkir inn á ítarefni fyrir húsið

 Grunnhús (15fm)
Verð: 1.995.000,-

Stækkun (3,7fm)
Verð: 395.000,-

Auka gluggar/hurðir
Verð: Sjá hér

Tígull – Uppsetningarteymi:

Landshús er í samstarfi við uppsetningarteymi sem getur tekið að sér að reisa Tígulhúsin skv. tilboði hverju sinni.  Umræddir aðilar geta tekið að sér verkið og skilað á mismunandi stigum.

Undirstöður þurfa að vera tilbúnar

Byggingastig afhendingar er valkvætt:

  1. Samsetning húss, tilbúið að utan (fyrir utan þakefni), fokhelt að innan með gólfi komið í húsið
  2. Liður 1 + einangrun, rakasperra og lagnagrind
  3. Liður 1 og liður 2 + milliveggir

Uppsetningarteymi er sjálfstætt starfandi verktakar sem gefa tilboð eftir hverju verki fyrir sig.  Nánari upplýsingar eru veittar hjá Landshúsum í s. 553-1550.

Byggingarlýsing:

Þegar húsið hefur verið reist er það tilbúið að utan að þakefni undanskildu (ástæðan er sú að oft er óskað eftir því að þakefni á auka húsi á lóð sé í stíl við hús sem er fyrir á staðnum).

Að innan á eftir að setja einangrun í gólf, veggi og þak ásamt klæðningu að innan (gert er ráð fyrir allri einangrun í hönnun hússins).  M.ö.o. húsið er tilbúið að utan (fyrir utan þakklæðningu) en fokhelt að innan.

Gólfgrind er með músaneti.  Gólffjalir fylgja húsinu sem hægt er að nota sem endanlegt gólfefni með viðeigandi meðhöndlun, t.d. lakkað.

Helstu efnisstærðir í Tígli:

Ás - Premium garðhús - Byggingarlýsing

Tígull – Premium garðhús – Landshús

  • Efnisþykktir í grind:
    • Gólfgrind: 45mm x 145mm
    • Veggjagrind: 45mm x 95mm
    • Þaksperrur: 45 x 145mm
  • Aðrar upplýsingar um efnisval:
    • 9mm grenikrossviður í útveggjum utan á grind (stífir húsið)
    • Tvöfalt lektukerfi er bak við utanhússklæðningu, 21mm+25mm að þykkt (tryggir góð loftskipti undir klæðningu)
    • Utanhússklæðning er standandi greniborð, 21mm að þykkt, með ýfðu yfirborði (heldur vel viðarvörn og málningu)
    • Gólfborð eru nótuð, 21mm þykk greniborð
    • Þakfjalir eru nótaðar, 21mm þykk greniborð
    • Festingar: BMF vinklar eru notaðir með 10mm boltum í gólfi, veggjum og þaki (sjá nánar í tæknilýsingu)

Hurðin í Tígli:

Með húsinu fylgir ein útidyrahurð með stóru öryggisgleri.  Hurðin sjálf og hurðarkarmur er úr harðvið.  Hurðin kemur fullbúin og samsett, dökkgrá að lit.  Læsing er 3ja punkta læsing (ASSA) til að tryggja þéttleika. Þröskuldur er timbur/ál.  Hlíf (sparkbretti) úr ryðfríu stáli er neðst á hurðinni að utanverðu. Vatnsbretti (blikk) fyrir ofan og neðan hurði fylgir með.  Hurðin er sérsmíðuð fyrir Tígul.  Um mjög vandaða hurð er að ræða.

Gluggar fyrir Tígul:

Gluggar fylgja ekki með en hægt er að kaupa aukalega viðeigandi glugga m.v. skipulag hússins hverju sinni.  Um staðlaða glugga er að ræða sem sjá má á “auka gluggar – teikningar” (undir ítarefni).  Við bendum á “Krassblað fyrir pælingar” (undir ítarefni) fyrir þá sem vilja bæta við gluggum í húsið.

Pakkning:

Húsið afhendist ósamsett og kemur innpakkað í plast í um 2-3 pakkningum sem geta staðið út í einhvern tíma ef fylgst er vel með.  Best er þó að geyma pakkningar innandyra í vel loftræstu rými fram að uppsetningu (þarf ekki að vera upphitað rými). – Sjá pakkastærðir undir ítarefni.

Breytingamöguleikar:

Grunnhúsið (15fm að utanmáli) kemur staðlað, þ.e.a.s. engar breytingar er hægt að gera á því við pöntun.  Breytingamöguleikar eru þó fyrir hendi í formi viðbóta við grunnhúsið eða með því að gera einfaldar breytingar á húsinu sjálfu.  Möguleikar til breytinga eru eftirfarandi:

  1. Tígull - GrunnmyndirStækkun:
    1. Fyrir þá sem vilja hafa húsið stærra verður hægt að fá stækkanir sem hver um sig lengir húsið um 1,2m.  Hver stækkun bætir við grunnflöt hússins um 3,7fm + 0,6fm úti undir skyggni.   Húsið mun samt sem áður uppfylla 15fm ákvæðið (*sjá útskýringu hér fyrir neðan.  Fyrir þá sem vilja hafa húsið enn stærra er hægt að bæta við fleiri 1,2m stækkunum).
      1. *ATH. Skv. byggingareglugerð má að ákveðnum skilyrðum uppfylltum reisa 15 fm hús á lóð án þess að sækja um leyfi (sjá nánar í grein nr. 2.3.5 í byggingarreglugerð).  Með fermetrastærð er átt við innanmál hússins.  Það er jákvætt því það leiðir af sér að hægt er Tígull – Málsettar grunnmyndir

        að lengja Tígul um 1,2m án þess að húsið fari yfir umrædda 15fm stærð sem er viðmiðið um smáhýsi sem undanþegin eru byggingarleyfi (m.v. hefðbundna uppbyggingu útveggs).

  1. Hækkun:
    1. Fyrir þá sem vilja hækka húsið höfum við einnig gert ráð fyrir möguleika á því, um ca. 10-15cm.
      1. ATH. Skv. byggingarreglugerð má smáhýsi í garði sem er í flestum tilfellum undanþegið byggingarleyfi vera 2,5m að hæð, mælt frá yfirborði jarðvegs (sjá nánar í grein 2.3.5).  „Yfirborð jarðvegs“ getur verið nokkuð teygjanlegt hugtak og því mætti sumstaðar færa fyrir því rök að hærra hús en 2,5m sé leyfilegt, t.d. á lóð sem er í halla. Gott viðmið í framkvæmdum sem þessari er að húsbyggingin trufli ekki nærumhverfi sitt því þá er yfirleitt lítið um óánægjuraddir.
  1. Gluggar og hurðir:
    1. Færa til hurð:  Vel er hægt að færa til hurðina á framhlið hússins með því að raða einingunum upp í annari röð.
    2. Fleiri gluggar/hurðir:  Hægt verður að kaupa aukalega staðlaða glugga og hurðir sem Landshús stefnir á að eiga alla jafna á lager.  Fyrir auka gluggum og hurðum er sagað úr veggjagrind við uppsetningu.  Efri og neðri vatnsbretti fylgja með auka gluggum og hurðum.  Sé óskað eftir gluggum að sérstakri stærð eða með sérstakri opnun (t.d. vinstri/hægri eða topphengt) er hægt að sérpanta þá.
  1. Aðrar breytingar:
    1. Hægt er að minnka þakskyggni og sleppa því að setja upp skjólveggina fyrir utan húsið fyrir þá sem vilja að húsið taki minna pláss á lóð.  Aðgerðin er einföld og lítið þarf að saga.Garðhús - Landshús ehf

Innra skipulag:

Húsið kemur án milliveggja og því er hægt er að útfæra innanhúss skipulag að vild.  Engar gluggastaðsetningar eru fyrirfram ákveðnar og getur því hver og einn skipulagt rýmið eftir sínu höfði og pantað viðeigandi glugga aukalega í samræmi við það. – ATH. Kaupandi þarf að kynna sér reglur sem gilda um smáhýsi ef breytingar eru gerðar á húsinu.

Hafa samband – Spyrja nánar og/eða panta:

Við tökum við símtölum í s. 553-1550 (Landshús) og í s. 553-1545 (Kofar og hús)

Tígull – Hugmyndir af innra skipulagi og notagildi

Tígull getur nýst í ýmsa hluti, allt frá því að vera hefðbundin geymsla í að vera skrisfstofurými, heilsurækt, setustofa, hjólageymsla, stúdíó, snyrtistofa, sauna og margt fleira.  Við útbjuggum nokkrar myndir til þess að sýna hvernig skipulagi getur verið háttað og hvernig húsið getur verið nýtt í mismunandi hlutverk.

Hér er myndasería af Tígli – Ein stækkun og auka gluggar

Hér eru myndir af Tígli í byggingu.  Húsið er með einni stækkun (grunnhúsið lengt um 1200mm) og nokkrum auka gluggum.

Auka gluggar sem fóru í húsið:

  • G6 að framan við hlið hurðar (hægra megin)
  • G5 að framan við hlið hurðar (vinstra megin)
  • G3 á báðum göflum
  • G2 að aftan

Við húsið var settur pallur.  Teikningu af undirstöðum fyrir þetta hús ásamt palli má sjá hér.  Húsið var reist á jarðvegsskrúfum.  Undirlagið var þýft og nánast hrein mold.  Því gekk vel að setja skrúfurnar niður þrátt fyrir að þær væru 1,6m að lengd.  Kostirnir voru þó miklir við skrúfurnar, jarðvegsrask var í lágmarki og einungis tók um 4-5 tíma fyrir 2 menn að setja allar skrúfurnar niður, bæði fyrir húsið og pallinn. (Skrúfurnar sem við notuðum eru frá Áltak)

Þegar ákveðið var hvaða gluggar ættu að fara hvar var stuðst við “krassblaðið” okkar sem er aðgengilegt á síðunni fyrir ofan.  Hér má sjá afrit af því:

Tígull -

Tígull – “krassblað” fyrir gluggasetningu

Hótel Hamar – Borgarfjörður

Hér eru tveir Tíglar sem reistir voru vorið 2023 við Hótel Hamar í Borgarfirði.  Annað húsið er grunnstærð en hitt er með einni stækkun (1200mm).  Húsin eru hluti af Spa svæði hótelsins en í þeim verða búningsklefar (minna húsið) og svo líkamsræktaraðstaða (stærra húsið).

Myndir

Hér fyrir neðan er myndasería af húsunum.  Við byrjum á grunnhúsinu og fikrum okkur svo áfram í stærra húsið með auka gluggum.  Endum svo á hugmyndum af innra skipulagi.  ATH. hér er aðeins verið að sýna hugmyndir af innra skipulagi en ekki verið að sýna hvernig húsin koma frá okkur.  Von er á fleiri myndum sem sýna mögulega hvernig húsið getur verið skipulagt, t.d. sem vinnuaðstaða (skrifstofa) eða sauna.

Myndir – Demó hús í verksmiðju

Á lokastigum hönnunar hússins, haustið 2021, ákváðum við að reisa demó hús inni í verksmiðju.  Hér fyrir neðan eru myndir af því húsi í smíðum.  Þrátt fyrir að húsið sé ekki fullklárað á þessum myndum gefa þær ágætis mynd af því hvernig húsið kemur til með að líta út í raunveruleikanum.  Við setjum svo inn fleiri myndir um leið og fyrstu húsin fara að rísa.

Myndir af ýmsum útgáfum af Tígli – Húsin á myndunum voru reist 2022

Hér eru myndir af Tígli í byggingu héðan og þaðan af Íslandi, ýmist í heimagörðum við íbúðarhús eða uppi í sveit við sumarbústaði.  Eins og myndirnar bera með sér eru húsin oft sett inn sem hlutur af heildarhönnun og ýmsar breytingar og viðbætur gerðar á þeim.

Hafðu samband

Sendu okkur línu á landshus@landshus.is ef þú hefur einhverjar spurningar eða vilt fá tilboð.